Fiðrildin

Bild von Dieter J Baumgart
Bibliothek

     Mikilvægasti tungumál heimsins
er tungumál brosins.

     Eftir að sköpun fiðrildanna lauk, kom í ljós að eitt varð eftir og fyrir það fiðrildi var enginn líkami til. Auk þess vantaði þessu fiðrildi vængi og fálmara ásamt öllu því sem bræður þess og systur nota til að flögra um loftið eins og undurfögur blóm.

     Það var einfaldlega ósýnilegt.

     Í byrjum vissi fiðrildið ekki að það væri ósýnilegt og lét eins og hin fiðrildin berast með vindinum, settist á blómin til að gera þau, eins og það hélt, með tilveru sinni ennþá fallegri.

     Að lokum einn daginn uppgötvaði fiðrildið að enginn sæi það. Fiðrildið hafði samt oft rekist á hin fiðrildin, þó það væri mjög varfærið og settist aðeins á blóm, þar sem ekkert annað fiðrildi var til staðar. Því fiðrildið vissi ekki að það væri ósýnilegt. 

     Og þá skyldi fiðrildið að það væri ósýnilegt. Eiginlega hefði það átt að átta sig á þvi fyrr, en það sá sig náttúrulega ekki sjálft. En það hafði aldrei truflað það. Fiðrildið hugsaði: Það er nóg, að fegurð min er sýnileg fyrir aðra, ég þarf ekki að sjá hana sjálft.

     En sú staðreynd, að það var öllum ósýnilegt snerti það þó mjög. Og það flaug beina leið til skapara alls lífsins og kvartaði sáran.

     Skaparinn horfði lengi hugsandi á ósynilega fiðrildið og sagði að lokum: "Ég skil þig. En verkinu er lokið.  Raunverulega er ekkert til lengur, sem ég gæti gefið þér. Og auk þess, ef þú værir með líkama, með vængjum og fálmurum og allt, þá yrðir þú lika að deyja, eins og allt lifandi. Vildir þú það?“

     "Já“ svaraði ósýnilega fiðrildið. "Ef ég gæti þess vegna glatt aðra alla ævina? Þá vildi ég að lokum líka deyja.“

     Skaparinn varð mjög hrærður, þvi þetta heyrði hann í fyrsta skipti. Hann hugsaði sig lengi, mjög lengi um og sagði að lokum: "Ég uppfylli óskir þínar. Héðan í frá ert þu sýnilegt, en þú munt ekki deyja. Þess vegna gef ég pér ekki eigin líkama.
     Farðu til mannanna og vertu brosið.“

     Dieter J Baumgart

Íslensk þýðing: Brigitte Schmidiger,  Indriði Traustason, og Sigrún Fjóla Hilmarsdóttir, Island

Interne Verweise